Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Forsetinn að brjóta lög?

ORG islenski faninnHnaut um þetta á bloggi Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra: „Íslenski fáninn sómir sér vel í sal alþingis við hægri öxl þess, sem situr á forsetastóli þingsins og ræðumanns í salnum. Þarna er farið að reglum um stað fánans. Skjaldarmerkið er við hægri öxl forsætisráðherra, þegar hann flytur áramótaávarp sitt. Þegar forseti Íslands flytur þjóðinni nýársávarp sitt úr sal Bessastaða, er íslenski fáninn hins vegar við vinstri öxl forsetans. Þetta er stílbrot.

Í fánareglum segir: „Sé fáni á stöng við altari, ræðustól eða ræðuborð, leiksvið eða annan sambærilegan stað, skal hann vera vinstra megin séð frá áhorfanda."

Myndin er fengin af vef Ríkisútvarpsins.


Ert þú ekki að kaupa flugelda hjá björgunarsveitunum?

Flugeldasýning

Það er ekki marga daga á ári sem björgunarsveitirnar leita til þín með beiðni um að þú hjálpir þeim. Þeir dagar eru hins vegar að renna upp. Dagana 28. til 31. desember óska björgunarsveitirnar á Íslandi eftir þinni hjálp - að þú komir og leggir sveitunum lið. Árleg flugeldasala björgunarsveitanna er þessa tæpu fjóra daga. Þá treysta sveitirnar á að fjáröflunin skili sér í kassann, svo hægt sé að reka vel búnar og þjálfaðar björgunarsveitir allt árið um kring.

Ég hef verið félagsmaður í björgunarsveit innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar í yfir 20 ár. Sú björgunarsveit hefur reyndar aldrei haft flugeldasölu sem fjáröflun, heldur notið velvildar sveitarfélags, fyrirtækja og einstaklinga, að ógleymdum líknarfélögum eins og Lions og Kiwanis, sem hafa verið öflugir stuðningsaðilar í gegnum tíðina. Ég þekki hins vegar vel til sveita sem alfarið hafa rekið starfsemina fyrir fé sem aflað er með flugeldasölu. Þar skiptir sannarlega máli að vel takist til og að bæjarbúar sýni starfinu innan björgunarsveitanna skilning.

Sífellt fleiri eru að koma inn á flugeldamarkaðinn. Íþróttafélögin tóku sinn hluta af kökunni fyrir einhverjum árum og nú er að færast í aukanna að einkaaðilar standi fyrir flugeldasölu og auglýsi stíft ódýrustu flugeldana. Þessar flugeldasölur hafa jafnvel reynt að herma eftir útliti á flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Nú reynir hins vegar á að fólk viti hvar hjarta þess slær og hvort því finnist skipta máli hvort þeir fjármunir sem varið er til flugeldakaupa fyrir þessi áramót renni í vasa einkaaðila eða til reksturs björgunarsveitanna.

Ég leyfi mér að segja: Ef þú hefur ekki áhuga á að styrkja starf björgunarsveitanna, farðu þá til íþróttafélaganna með þín flugeldakaup. Einkaaðilar eiga ekki að vera inni á þessum markaði.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband