Færsluflokkur: Dægurmál
27.12.2007 | 00:11
"Stóra hundaskítsmálið" að koma upp á Keflavíkurflugvelli?
Háskólabyggðin á Keflavíkurflugvelli, sem nú er kölluð Vallarheiði, er að taka á sig sannan íslenskan brag. Nú er sem sagt farið að kvarta yfir óþrifnaði frá gæludýrum. Sérstök gæludýrahús eru í háskólabyggðinni, en einnig eru gæludýr í öðrum húsum, þar sem þarf sérstakt leyfi annarra íbúa fyrir gæludýrahaldi.
Nýverið var eftirfarandi ábendingu komið á framfæri til íbúa í gæludýrahúsunum, en þar sem að vitað er að dýr eru í fleiri húsum þar sem þau eru ekki sérstaklega leyfð nema með heimild annarra íbúa, þá beinir Keilir eftirfarandi til allra gæludýraeigenda á svæðinu:
Skrifstofu Keilis hafa borist töluverðar kvartanir vegna óþrifnaðar í kringum þau hús þar sem gæludýrahald er leyft.
Það eru vinsamleg tilmæli til gæludýraeigenda að þrífa upp eftir dýrin nú þegar og passa uppá hreinlæti framvegis. Það er forsenda þess að hægt sé að leyfa dýrahald á svæðinu.
Jafnframt minnum við á afnot af útisvæði á "baseball" vellinum, þar sem leyft var að vera með hunda með þeim skilyrðum að vel yrði gengið um svæðið og þrifið upp eftir dýrin.
Hreinsun í kringum hús verður framkvæmd á kostnað leigjenda ef þörf er á."
Nýverið var eftirfarandi ábendingu komið á framfæri til íbúa í gæludýrahúsunum, en þar sem að vitað er að dýr eru í fleiri húsum þar sem þau eru ekki sérstaklega leyfð nema með heimild annarra íbúa, þá beinir Keilir eftirfarandi til allra gæludýraeigenda á svæðinu:
Skrifstofu Keilis hafa borist töluverðar kvartanir vegna óþrifnaðar í kringum þau hús þar sem gæludýrahald er leyft.
Það eru vinsamleg tilmæli til gæludýraeigenda að þrífa upp eftir dýrin nú þegar og passa uppá hreinlæti framvegis. Það er forsenda þess að hægt sé að leyfa dýrahald á svæðinu.
Jafnframt minnum við á afnot af útisvæði á "baseball" vellinum, þar sem leyft var að vera með hunda með þeim skilyrðum að vel yrði gengið um svæðið og þrifið upp eftir dýrin.
Hreinsun í kringum hús verður framkvæmd á kostnað leigjenda ef þörf er á."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)