29.12.2007 | 01:18
Myndir frá slysstað
Það er alltaf gott að frétta að ekki hafi orðið alvarleg slys. Hér eru myndir sem voru teknar á slysstaðnum í kvöld.
Nánar hér: http://www.vf.is/frettir/numer/34215/default.aspx
Ljósmyndir: Hilmar Bragi Bárðarson
Bílvelta á Grindavíkurvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2007 | 12:57
Hetjurnar okkar!
Þyrlusveit LHG skipa hetjur sem eiga skilið allt það besta.
Það sama má segja um björgunarsveitirnar og þær á að styrkja nú fyrir áramótin með því að kaupa flugelda hjá björgunarsveitunum.
http://vf.blog.is/blog/vf/entry/399816/
Hífður upp úr vök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2007 | 01:07
Hvenær má greina frá þjóðerni og hvenær ekki?
- Þjóðverji um sextugt eða karlmaður á þrítugsaldri...
Það er svolítið gaman að fylgjast með fjölmiðlum þessar síðustu vikur þegar kemur að fréttum er tengjast útlendingum. Þekki málið nokkuð vel þar sem ég starfa á fjölmiðli og finn vel fyrir viðbrögðunum úr samfélaginu þegar nefnt er í fréttum að útlendingar eigi í hlut.
Síðast í gær, fimmtudag, barst ritstjórninni minni bréf frá lesanda sem hafði af því miklar áhyggjur að fréttavefur Víkurfrétta, http://www.vf.is/, hafi greint frá því að aðilinn sem stakk á hjólbarða á fimm lögreglubílum í Keflavík á jólanótt væri rússneskur. Vefurinn var reyndar eini fjölmiðillinn sem greindi frá þjóðerni mannsins sem framdi þennan alvarlega glæp, m.a. gegn öryggi íbúa á Suðurnesjum.
Sömu viðbrögð fengum við þegar vefurinn vf.is greindi frá því að ökumaður bifreiðar, sem ekið var á fjögurra ára dreng í Keflavík fyrir tæpum mánuði síðan, væri pólskur. Er þörf á að greina frá þjóðerni mannsins?, vorum við spurð. Aðrir fjölmiðlar greindu síðan einnig frá því að maðurinn sem lögreglan hafði í haldi væri pólskur og að aðrir einstaklingar, sem handteknir voru í tengslum við rannsókn málsins væru samlandar mannsins.
Það hefur komið fram í öllum helstu fjölmiðlum að aðilar sem grunaðir eru um nauðgun á Selfossi eru útlendingar og tveir þeirra hafa þegar flúið land. Einn þeirra hefur þegar verið nafngreindur.
Á meðan Víkurfréttir á Netinu greina einar frá því að það hafi verið Rússi sem stakk gat á dekk lögreglubílanna í Keflavík, þá sjá allir stóru fjölmiðlarnir í landinu ástæðu til að geta þess að karlmaður sem handtekinn var í Leifsstöð tveimur dögum fyrir jól með 23.000 e-töflur hafi verið Þjóðverji. Meira að segja á sextugsaldri og hafi verið druslulegur til fara. Hvað ræður því að allir fjölmiðlar segja að þetta sé Þjóðverji um sextugt en Rússinn sem stakk á dekk lögreglubílanna var bara karlmaður um þrítugt?
Morgunblaðið greinir í gær, fimmtudag, frá áflogum í heimahúsi í Reykjavík. Í íbúðinni voru tveir karlar og kona af erlendu bergi brotin. Einhver hefur örugglega sent ritstjórn Morgunblaðsins athugasemd og spurt hvort það þjónaði tilgangi að segja að fólkið hafi verið af erlendu bergi brotið.
Það fékk nú oft að fljóta með í löggufréttunum í gamladaga að afbrotamaðurinn væri utanbæjarmaður.
Ég hef fengið að heyra það sem fjölmiðlamaður að fjölmiðlar séu bara að ala á útlendingahatri með því að segja frá því að útlendingar eigi í hlut í afbrotamálum. Ég tel það vera skyldu fjölmiðla að upplýsa almenning og segja satt og rétt frá. Við búum í fjölþjóðlegu samfélagi. Þar eiga allir að geta búið í sátt en samfélagið þarf líka að vita hvernig þar er að þróast dag frá degi.
Fréttir sem eru snauðar af upplýsingum ganga ekki í fólk til lengdar. Viljum við gerilsneyddar fréttir eða kynlaust samfélag? Ég held ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.12.2007 | 00:11
"Stóra hundaskítsmálið" að koma upp á Keflavíkurflugvelli?
Nýverið var eftirfarandi ábendingu komið á framfæri til íbúa í gæludýrahúsunum, en þar sem að vitað er að dýr eru í fleiri húsum þar sem þau eru ekki sérstaklega leyfð nema með heimild annarra íbúa, þá beinir Keilir eftirfarandi til allra gæludýraeigenda á svæðinu:
Skrifstofu Keilis hafa borist töluverðar kvartanir vegna óþrifnaðar í kringum þau hús þar sem gæludýrahald er leyft.
Það eru vinsamleg tilmæli til gæludýraeigenda að þrífa upp eftir dýrin nú þegar og passa uppá hreinlæti framvegis. Það er forsenda þess að hægt sé að leyfa dýrahald á svæðinu.
Jafnframt minnum við á afnot af útisvæði á "baseball" vellinum, þar sem leyft var að vera með hunda með þeim skilyrðum að vel yrði gengið um svæðið og þrifið upp eftir dýrin.
Hreinsun í kringum hús verður framkvæmd á kostnað leigjenda ef þörf er á."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2007 | 14:02
Erlendum afbrotamönnum sleppt gegn tryggingu?
Ég var að velta fyrir mér hvaða úrræða sé hægt að grípa til með svona menn. Það eiga eftir að líða mánuðir þar til málið hefur farið sína leið í dómskerfinu og þá verður gerandinn, rússneskur karlmaður um þrítugt, fyrir löngu farinn af landi brott og engir möguleikar á að hann taki afleiðingum gerða sinna. Dómstólar þurfa að taka hraðar (ekki harðar) á málum er tengjast útlendingum sem hafa ekki fasta búsetu hér á landi. Við þekkjum öll þau mál sem komið hafa upp á síðustu vikum. Menn stinga af úr landinu þrátt fyrir farbann. Tjónið sem unnið var á lögreglubílunum í Keflavík er metið á hundruð þúsunda. Er kannski þörf á að setja tryggingar í málum sem þessum, þ.e. mönnum er sleppt gegn tryggingu þar til dómur fellur?
Mál skemmdarvargs á borði rannsóknardeildar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 27.12.2007 kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.12.2007 | 03:56
Erlendir afbrotamenn greiði tryggingu?
Ég var að velta fyrir mér hvaða úrræða sé hægt að grípa til með svona menn. Það eiga eftir að líða mánuðir þar til málið hefur farið sína leið í dómskerfinu og þá verður gerandinn, rússneskur karlmaður um þrítugt, fyrir löngu farinn af landi brott og engir möguleikar á að hann taki afleiðingum gerða sinna. Dómstólar þurfa að taka hraðar (ekki harðar) á málum er tengjast útlendingum sem hafa ekki fasta búsetu hér á landi. Við þekkjum öll þau mál sem komið hafa upp á síðustu vikum. Menn stinga af úr landinu þrátt fyrir farbann. Tjónið sem unnið var á lögreglubílunum í Keflavík er metið á hundruð þúsunda. Er kannski þörf á að setja tryggingar í málum sem þessum, þ.e. mönnum er sleppt gegn tryggingu þar til dómur fellur?
Fréttin er þessi:
Tjónið sem rússneskur karlmaður um þrítugt vann við lögreglustöðina í Keflavík er meira en í fyrstu var talið. Þegar líða tók á gærdaginn kom í ljós að göt höfðu verið stungin á fimmtán hjólbarða á fimm lögrelgubílum. Í fyrstu var talið að götin væru átta, en nokkur þeirra voru minni, þannig að loftið fór hægar úr dekkjunum.
Lögreglan á Suðurnesjum var í gær að útvega bráðabirgðadekk undir bílaflotann sinn, þannig að hægt verði að nota bílana í útköll. Rússanum var sleppt í gær en hann verður yfirheyrður nánar á næstu dögum.
Forsaga málsins er sú að skömmu eftir miðnætti á aðfangadagskvöld stöðvaði lögreglan karlmann fyrir ölvun við akstur. Hann var færður til lögreglustöðvar til skýrslutöku og jafnframt voru tekin úr honum blóðsýni. Síðar um nóttina veittu lögreglumenn því athygli að göt höfðu verið stungin á hjólbarða lögreglubíla sem stóðu utan við lögreglustöðina. Spor voru rakin í nýföllnum snjónum frá lögreglubílunum og að heimili mannsins. Maðurinn hafði ætlað sér að fela slóð sína með því að fara úr skónum síðustu metrana áður en hann kom til síns heima. Þau spor sem maðurinn skildi þannig eftir sig voru ekki síður áberandi en skóförin. Maðurinn var því handtekinn. Hann neitaði við yfirheyrslur að vera valdur að eignatjóninu.
Tjónið sem maðurinn olli hleypur á hundruðum þúsunda króna. Þannig kosta dekkjagangar undir tvo stærstu lögreglubílana um 400 þúsund krónur. Að öllum líkindum verður að skipta um alla hjólbarðana undir öllum lögreglubílunum, því um bifreiðar til neyðaraksturs er að ræða og því engin áhætta tekin með bætur á sprungin dekk.
Erfitt er að geta sér til um það hvað Rússanum gekk til á jólanótt. Eitthvað hefur hann verið bitur í garð lögreglunnar sem gerði það eina rétta að stöðva frekari för ölvaðs ökumanns í umferðinni.
Mynd: Lögreglubílar með sprungin dekk framan við lögreglustöðina í Keflavík í gærmorgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2007 | 02:38
Ert þú ekki að kaupa flugelda hjá björgunarsveitunum?
Það er ekki marga daga á ári sem björgunarsveitirnar leita til þín með beiðni um að þú hjálpir þeim. Þeir dagar eru hins vegar að renna upp. Dagana 28. til 31. desember óska björgunarsveitirnar á Íslandi eftir þinni hjálp - að þú komir og leggir sveitunum lið. Árleg flugeldasala björgunarsveitanna er þessa tæpu fjóra daga. Þá treysta sveitirnar á að fjáröflunin skili sér í kassann, svo hægt sé að reka vel búnar og þjálfaðar björgunarsveitir allt árið um kring.
Ég hef verið félagsmaður í björgunarsveit innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar í yfir 20 ár. Sú björgunarsveit hefur reyndar aldrei haft flugeldasölu sem fjáröflun, heldur notið velvildar sveitarfélags, fyrirtækja og einstaklinga, að ógleymdum líknarfélögum eins og Lions og Kiwanis, sem hafa verið öflugir stuðningsaðilar í gegnum tíðina. Ég þekki hins vegar vel til sveita sem alfarið hafa rekið starfsemina fyrir fé sem aflað er með flugeldasölu. Þar skiptir sannarlega máli að vel takist til og að bæjarbúar sýni starfinu innan björgunarsveitanna skilning.
Sífellt fleiri eru að koma inn á flugeldamarkaðinn. Íþróttafélögin tóku sinn hluta af kökunni fyrir einhverjum árum og nú er að færast í aukanna að einkaaðilar standi fyrir flugeldasölu og auglýsi stíft ódýrustu flugeldana. Þessar flugeldasölur hafa jafnvel reynt að herma eftir útliti á flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Nú reynir hins vegar á að fólk viti hvar hjarta þess slær og hvort því finnist skipta máli hvort þeir fjármunir sem varið er til flugeldakaupa fyrir þessi áramót renni í vasa einkaaðila eða til reksturs björgunarsveitanna.
Ég leyfi mér að segja: Ef þú hefur ekki áhuga á að styrkja starf björgunarsveitanna, farðu þá til íþróttafélaganna með þín flugeldakaup. Einkaaðilar eiga ekki að vera inni á þessum markaði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)