Hvenær má greina frá þjóðerni og hvenær ekki?

- Þjóðverji um sextugt eða karlmaður á þrítugsaldri...

polskapaszport[1]Það er svolítið gaman að fylgjast með fjölmiðlum þessar síðustu vikur þegar kemur að fréttum er tengjast útlendingum. Þekki málið nokkuð vel þar sem ég starfa á fjölmiðli og finn vel fyrir viðbrögðunum úr samfélaginu þegar nefnt er í fréttum að útlendingar eigi í hlut.

Síðast í gær, fimmtudag, barst ritstjórninni minni bréf frá lesanda sem hafði af því miklar áhyggjur að fréttavefur Víkurfrétta, http://www.vf.is/, hafi greint frá því að aðilinn sem stakk á hjólbarða á fimm lögreglubílum í Keflavík á jólanótt væri rússneskur. Vefurinn var reyndar eini fjölmiðillinn sem greindi frá þjóðerni mannsins sem framdi þennan alvarlega glæp, m.a. gegn öryggi íbúa á Suðurnesjum.

Sömu viðbrögð fengum við þegar vefurinn vf.is greindi frá því að ökumaður bifreiðar, sem ekið var á fjögurra ára dreng í Keflavík fyrir tæpum mánuði síðan, væri pólskur. Er þörf á að greina frá þjóðerni mannsins?, vorum við spurð. Aðrir fjölmiðlar greindu síðan einnig frá því að maðurinn sem lögreglan hafði í haldi væri pólskur og að aðrir einstaklingar, sem handteknir voru í tengslum við rannsókn málsins væru samlandar mannsins.

Það hefur komið fram í öllum helstu fjölmiðlum að aðilar sem grunaðir eru um nauðgun á Selfossi eru útlendingar og tveir þeirra hafa þegar flúið land. Einn þeirra hefur þegar verið nafngreindur.

Á meðan Víkurfréttir á Netinu greina einar frá því að það hafi verið Rússi sem stakk gat á dekk lögreglubílanna í Keflavík, þá sjá allir stóru fjölmiðlarnir í landinu ástæðu til að geta þess að karlmaður sem handtekinn var í Leifsstöð tveimur dögum fyrir jól með 23.000 e-töflur hafi verið Þjóðverji. Meira að segja á sextugsaldri og hafi verið druslulegur til fara. Hvað ræður því að allir fjölmiðlar segja að þetta sé Þjóðverji um sextugt en Rússinn sem stakk á dekk lögreglubílanna var bara karlmaður um þrítugt?

Morgunblaðið greinir í gær, fimmtudag, frá áflogum í heimahúsi í Reykjavík. Í íbúðinni voru tveir karlar og kona af erlendu bergi brotin. Einhver hefur örugglega sent ritstjórn Morgunblaðsins athugasemd og spurt hvort það þjónaði tilgangi að segja að fólkið hafi verið af erlendu bergi brotið.

Það fékk nú oft að fljóta með í löggufréttunum í gamladaga að afbrotamaðurinn væri utanbæjarmaður.

Ég hef fengið að heyra það sem fjölmiðlamaður að fjölmiðlar séu bara að ala á útlendingahatri með því að segja frá því að útlendingar eigi í hlut í afbrotamálum. Ég tel það vera skyldu fjölmiðla að upplýsa almenning og segja satt og rétt frá. Við búum í fjölþjóðlegu samfélagi. Þar eiga allir að geta búið í sátt en samfélagið þarf líka að vita hvernig þar er að þróast dag frá degi.

Fréttir sem eru snauðar af upplýsingum ganga ekki í fólk til lengdar. Viljum við gerilsneyddar fréttir eða kynlaust samfélag? Ég held ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Af hverju má ekki nefna hlutina sínum nöfnum?  Þegar ég var í barnaskóla lærðum við t.d.; í Afríku búa negrar og þeir eru svartir, í Evrópu búa eranar og þeir eru hvítir, í Asíu búa mongólar og þeir eru gulir, í Ameríku búa indíánar og þeir eru rauðir o.s.frv., o.s.frv.

Nú má ekki segja "negri" því það er ljótt!!  Síðan hvenær?  Nú má ekki segja "erani" því það er kynþáttamismunun (nasismi)!!!  Hinsvegar má enn þá segja "indíáni" á Íslandi en í Bandaríkjunum heitir það nú "native American".  Þar er orðið "indíáni" nú orðið ljótt!!

Ef glæpatíðni er meiri hjá einu þjóðerni en öðru á Íslandi miðað við fjölda búsettra, þá er í lagi að vita af því.

Hvernig litist ykkur á eftirfarandi frétt: "Maður (konur eru líka menn) á sextugsaldri drepur dóttur sína af því hún vildi ekki giftast réttum manni af sama þjóðflokki og trúflokki.  Ekki má nefna kyn né þjóðerni viðkomandi af tilliti til allra skoðanasystkyna, trúsystkyna og fólks af sama þjóðerni - en þið vitið hvað við meinum." !!!!!  

Sigurbjörn Friðriksson, 29.12.2007 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband